16.12.2011

Kvika 10. des. jólabarnamyndir (handrit)

That‘s What I Want For Christmas, Shirley Temple í myndinni Stowaway frá 1933. Barbara litla, eđa Ching Ching, segist ekkert hafa ađ gera međ leikfangalest eđa fínt dót, eina sem hún vill í jólagjöf er ađ allir séu glađir og hraustir og friđur ríki. Sennilega vart hćgt ađ semja fallegri texta.

Efni Kviku ađ ţessu sinni er helgađ jólamyndum fyrir börn og fjölskyldur ţeirra. Í brennidepli verđur tónlist úr nokkrum myndum sem sumar eru komnar til ára sinna en ađrar heldur nýrri. Viđ heyrum líka í íslenskum barnakór á ţessum degi ţegar Rás 1 undirbýr jólin međ fjölskyldunni.  Ţađ er skólakór Tónlistarskóla Ísafjarđar. Í kórnum eru 23 stúlkur og ţćr syngja fyrir okkur tvö jólalög. Meira um ţađ í lok ţáttar.

 

En fyrst er ţađ hann Trölli sem stal jólunum. Margir ţekkja myndina frá árinu 2000 međ Jim Carrey í hlutverki hins skćrgrćna Trölla.

 

Hann býr í helli á toppi Crumpit-fjalls og er skapvondur međ afbrigđum.  Horfir niđur til fólksins ţar sem ţađ er ađ undirbúa jólin og hlakka til hátíđarhaldanna. Ekkert fer eins mikiđ í taugarnar á Trölla og jólahátíđin en enginn veit hvers vegna og enginn veit heldur hvers vegna Trölli er í svona vondu skapi. Hann er hins vegar stađráđinn í ţví ađ eyđileggja jólin og undirbýr ţađ af kappi. Ekki látum viđ uppi um hvernig honum tekst til enda óţarfi ađ skemma fyrir ţeim sem eiga eftir ađ sjá myndina.  

 

Útgáfa myndarinnar frá árinu 2000 er ekki sú fyrsta. Til er mynd frá árinu 1966 og viđ skulum hlusta á eitt af ađallögum myndarinnar, You‘re a Mean One Mr. Grinch, eđa Ţú ert andstyggilegur herra Trölli. Fyrst heyrum viđ Thurl Arthur Ravenscroft sem söng lagiđ í upprunalegu útgáfunni syngja örlítiđ brot, síđan tekur Jim Carrey viđ og ađ lokum er ţađ Glee hópurinn, sem syngur lagiđ í heild sinni.

DIRA    10122011 Kvika – Trölli 1966 + 2000 + glee (4:55)

Ţetta var lag úr myndinni Ţegar Trölli stal jólunum. Skapvondi trölli er í rauninni náskyldur öđrum Skröggi sem hatađi jólin eins og pestina. Christmas Carol, eđa Jólaćvintýriđ, eins og ţađ heitir á íslensku er til í fjölmörgum útgáfum. Ţađ fjallar um nirfilinn Scrooge sem virđist í fyrstu vera međ hjarta úr steini en annađ kemur á daginn ţegar ţrír andar heimsćkja hann til ađ sýna honum jól ćsku hans, jól samtímans og jól framtíđar. “Christmas Carol” er upprunalega frá Bretlandi og ţađ skemmtilega er ađ mjög misjafnt er hvađa útgáfa ţađ er sem kemur fólki í mest jólaskap. Eflaust hafa ţar hefđir mest ađ segja. Sjálf er ég ákaflega hrifin af kvikmynd frá 1970 međ Albert Finney í ađahlutverki en sumir vilja ekki sjá annan Scrooge en Bill Murrey. Svo eru ţađ ţeir sem halda mest upp á Jólaćvintýriđ frá 1992  í međförum hinna kostulegu Prúđuleikara. Hún er líka alveg frábćr. Viđ skulum hlusta á Michael Caine í hlutverki Skröggs syngja Thankful Heart. Ţarna er hjarta hans barmafullt af ţakklćti.

DIRA    10122011 Kvika – Thankful Heart – Michael Caine  (2:15)

Michael Caine söng Thankful Heart úr Jólaćvintýri Prúđuleikaranna. En ţá ađ álfi sem hefur glatt marga undanfarin ár.

 Í Elf eđa Álfi segir frá drengnum Buddy sem er tekinn í fóstur af álfum jólasveinsins á Norđurpólnum eftir ađ hann missir móđur sína. Buddy kemst ađ ţví áđur en yfir líkur ađ hann er ekki alvöru álfur og ađ álfapabbi er ekki hans raunverulegi fađir. Hann verđur ákaflega forvitinn um uppruna sinn og heldur til New York ţar sem blóđfađir hans býr. Eins og gefur ađ skilja lendir sá sem er alinn upp sem álfur í ótrúlegum ćvintýrum í stórborginni, hann veit ekkert hvernig á ađ haga sér og allir halda ađ hann sé galinn. New York er líka mjög ólík Norđurpólnum. Međ ađalhlutverk fer Will Ferrel sem sýnir mikil tilţrif. Myndin er fjörug og mjög fyndin á köflum en jólabođskapurinn ţó ekki langt undan. Jon Favreau heitir leikstjóri myndarinnar en hún er frá árinu 2003.

Hér er lag úr Elf, Baby It‘s Cold Outside međ Zooey Deschanel sem leikur stórt hlutverk í myndinni og Leon Redbone.

DIRA    10122011 Kvika – Baby It‘s Cold Outside Zooey Deschanel & Leon Redbone (3:29)

Zooey Deschanel og Leon Redbone sungu um kuldann úti, ţessi útgáfa lagsins úr myndinni Álfur frá 2003.

En víđa um heim tilheyrir ţađ jólaundirbúningi ađ horfa á teiknimyndir úr smiđju Disney. Í Svíţjóđ er Andrés önd, eđa Kalle anka eins og hann heitir ţar, ómissandi á ađfangadag.

Nćst ćtla ég ađ leika fyrir ykkur jólalag sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum, um jóladagana 12. Á íslensku er lagiđ til međ Glámi og Skrámi, ţađ er líka til í skemmtilegri útgáfu međ Prúđuleikurunum sem viđ heyrđum um hér áđan en útgáfan sem ţiđ fáiđ ađ heyra núna er međ hinum og ţekktum persónum úr Disney myndum, svo sem Mikka mús, Andrési Önd og fleirum sem eru börnum kćr.

DIRA    10122011 Kvika – 12 Days of Christmas – Disney  (3:37)

Disney jól, ţarna sungu Mikki mús og fleiri um 12 daga jóla.

Kraftaverk á 34 strćti heitir kvikmynd sem fjallar um litla stúlku sem trúir ekki á jólasveininn. Myndin er til í tveimur útgáfum, sú fyrri er frá 1947 en síđari frá 1994. Mara Wilson er ljómandi fín sem Susan í útgáfunni frá 1994 en Kvika mćlir ţó eindregiđ međ upprunalegu útgáfunni. Ţar er Natalie Wood í hlutverki Susan, hún var ađeins 10 ára ţegar myndin var tekin og strax afbragđs leikkona. Í öđrum hlutverkum eru til dćmis Maureen O´Hara, John Payne og Edmund Gwenn sem leikur jólasveininn. Kraftaverk á 34. strćti er ein ţeirra jólamynda sem börn og fullorđnir hafa álíka gaman af svo hún er tilvalin fjölskylduskemmtun á ađventu. Viđ skulum hlusta á tvö tónbrot úr myndunum, í ţví fyrra syngur Edmund Gwenn, jólasveinninn í myndinni frá 1947 á hollensku međ lítilli hollenskri stúlku Marlene Lyden. Susan verđur verulega hissa yfir ađ jólasveinninn kunni hollensku, enda er hún sannfćrđ um ađ hann sé ekki ekta. Síđan skulum viđ hlusta á lagiđ ţekkta Santa Klaus is Coming To Town, Jólasveinninn kemur í kvöld, en ţađ var leikiđ í útgáfunni frá 1994 af Kraftaverkinu á 34. strćti. Ray Charles syngur.

DIRA    10122011 Kvika – Santa Claus Is Coming To Town – Ray Charles  (3:30)

Santa Klaus is coming to town Ray Charles úr myndinni Kraftaverk á 34. strćti frá 1994.

Aleinn heima, Home Alone, frá 1990 er afar vinsćl međal barna og fullorđinna. Mynd um strákinn Kevin sem var skilinn eftir einn heima á jólunum. Síđar voru gerđar ţrjár myndir í viđbót, tveimur árum síđar kom Aleinn heima 2, týndur í New York, áriđ 1997 kom ţriđja myndin og 2003 sú fjórđa. Fyrstu tvćr myndirnar eru ţó langvinsćlastar. Enda var leikstjóri ţeirra beggja Chris Columbus og Macauley Culkin fór á kostum sem hinn uppátćkjasami Kevin.

Tónlistin í myndinni er eftir John Williams og hér syngur kór lagiđ Christmas Star, Jólastjarna úr Aleinn Heima 2. Einhverjir muna eftir atriđinu ţegar kórinn er ađ syngja og Kevin er hrekktur á ţann hátt ađ jólaseríur eru settar aftan viđ eyru hans svo ţau lýsa í myrkrinu.

 

DIRA    Hvít jól -  Christmas Star  – eftir John Williams  (3.17)

Jólastjarna, kórsöngur úr Aleinn heima 2, týndur í New York. Tónlist eftir John Williams. 

En nú er komiđ ađ íslenskum kór. Ţađ er skólakór Tónlistarskóla Ísafjarđar sem ćtlar ađ syngja fyrir okkur tvö jólalög.  Kórinn hefur starfađ í 5 ár undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Hann heldur ađ jafnađi tvo til ţrjá tónleika á ári, syngur međ Frostrósum á tónleikum ţeirra í Ísafjarđarkirkju og fór í fyrrasumar til Noregs í kórsumarbúđir og söng ţar m.a. viđ opnun á Ólafsvökuhátíđ. Ađ jafnađi syngja milli 18 – 25 stúlkur í kórnum en eini drengurinn sem sungiđ hefur međ ţeim er í árs leyfi og syngur nú og spilar í Manchester.

Stúlkurnar sem syngja fyrir okkur hér á eftir eru á aldrinum 12-18 ára og ţađ er Hulda Bragadóttir sem leikur undir á píanó.  Upptakan fór fram í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarđar.

Fyrst syngur kórinn lagiđ Heil sért ţú María. 

 

DIRA    Verkefni Rásar 1 Skólakór Ísafjarđar 01 Heil sért ţú María - Skólakór Ísafjarđar  (3:04)

Heil sért ţú María söng Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarđar. Lagiđ er erlent en textinn eftir Sigurbjörn Einarsson. Ţađ var Katrín Björk Guđjónsdóttir sem söng einsöng.

Seinna lagiđ sem kórinn syngur heitir Jólasnjór.

DIRA    Verkefni Rásar 1 Skólakór Ísafjarđar 01 Jólasnjór  - Skólakór Ísafjarđar  (2:40)

Jólasnjór, lagiđ er erlent en textinn eftir Jóhönnu G. Erlingsdóttur. Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarđar söng lagiđ í raddsetningu Kristínar Jóhannesdóttur.

En ţađ er komiđ ađ lokum ţáttarins.

 

Artúr bjargar jólunum nefnist mynd sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Bćđi međ íslensku og ensku tali, í ţrívídd og tvívídd.

 

Ţetta er mynd fyrir alla fjölskylduna sem afhjúpar loksins leyndarmáliđ sem öll börn hafa velt fyrir sér; hvernig í ósköpunum fara jólasveinarnir ađ ţví ađ afhenda allar ţessar gjafir á einni nóttu?  Ţarna er mikilvćgt verkefni fyrir strákinn Artúr og hann verđur ađ ljúka ţví áđur en jólin koma. Međ helstu hlutverk í íslenskri ţýđingu fara Ćvar Ţór Benediktsson, Arnar Jónsson, Harald G. Haraldsson, Hanna María Karlsdóttir og fleiri.  

Góđa skemmtun í bíó!

Kvika 10. desember 2011

Shirley Temple

Trölli

Prúđleikarajól

 

Til baka

    Senda síđu